Algengar spurningar
Hér eru nokkrar algengar spurningar, sem og gagnlegar upplýsingar starfsemi í Danshöllinni.
Komið í heimsókn til okkar í Álfabakka 12, sendið okkur fyrirspurn eða hringið. Við erum ávallt reiðubúin að leiðbeina.
Ekki er nauðsynlegt að koma með dansfélaga. Námskeiðin eru þannig upp byggð að við skiptum oft. Þannig náum við betri tökum á að tileinka okkur réttu sporin og ná betri tökum á dansinum. Einnig er að sjálfsögðu í lagi að koma með dansfélaga og eftir atvikum dansa einungis sinn dansfélaga án skiptinga.
Áður en þú mætir þarftu að hafa sérstaklega í huga að vinsamlegast nota ekki ilmefni, né rakspíra. Það getur truflað aðra gesti vegna ofnæmisviðbragða.
Æskilegt er að taka með sér hreina aukaskó til að nota á dansgólfinu.
Fjöldi námskeiða eru í boði. Til dæmis, sænskt Bugg, Línudans, Swing, “Two Step”, “Verðum ballfær”. Einnig eru sérstakir aðrir danshópar að bjóða upp á námskeið, s.s. Salsa, argentínskur Tango, Bachata, svo eitthvað sé nefnt. Umsvifin eru að aukast og fleiri sem nýta sér frábæra aðstöðu hjá Danshöllinni. Danshöllin er jafnframt með útleigu fyrir sérstaka viðburði. Hafið samband og fáið frekari upplýsingar.
Samtökin bjóða einnig barnanámskeið fyrir grunnskóla og sérstök námskeið fyrir nemendur framhaldsskóla. Við minnum á sérstök tilboð til starfsmannafélaga og hópa sem leiða til lægri námskeiðsgjalda, og möguleika á að halda námskeiðin í eigin húsakynnum sem lækkar gjöldin enn frekar. Kynningar á námskeiðsdönsum eru í boði fyrir stjórnir félaga og starfsmannastjórnir. Námskeiðin eru kjörin vettvangur fyrir hópa, vinnufélaga, saumaklúbba og fjölskyldur til að gera eitthvað saman, stutt, ódýrt og skemmtilegt. Námskeiðin henta vel þeim sem lítið eða ekkert hafa dansað.